Myndir úr félagsstarfinu
Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 6. tbl. nóvember 2016 22. árg. er komið út.
Fréttabréf
BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS
Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511
6. tbl. nóv. 2016 22. árgangur
Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson
Kæru félagsmenn
Þá er haustid komid, laufid fallid af trjánum og fjallatoppar farnir ad grána. Vetrardagskráin hófst 25. september, Félagsvistin fór vel af stað en heldur hefur dregið úr aðsókn þegar liðið hefur á haustið. Aðsóknin að Bridge hefur verið að aukast, eins og oftast, þegar líður á haustið. Prjónakaffið hefur verið mjög vel sótt og þar mæta allir aldurshópar. Ákveðið var að hafa námskeið í félagsvist fyrir ungt fólk. Aðsóknin var mjög dræm. Afmælisvikan verður þannig að á afmælisdaginn 17. nóvember verður hagyrðingakvöldið og verður það í samvinnu við Barðstrendingafélagið eins og síðustu ár. Laugardagskvöldið 19. nóvember verður dansleikur í Breiðfirðingabúð. Kórinn heldur sína árlegu jólatónleika í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 18. desember. Aðventudagur fjölskyldunnar verður haldinn 4. desember, og verður með sama sniði og undanfarin ár.
Enn hefur enginn sótt um húsvarðarstöðuna í Breiðfirðingabúð, ef þið hafið áhuga eða vitið um einhvern sem er tilbúinn að taka þetta að sér að hafa samband við mig í síma 696-9521 (eftir kl. 17:00) eða í tölvupósti á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
.
Ég vil minna á að aðalfundur félagsins verður í lok febrúar næstkomandi og hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér áfram í stjórn félagsins. Þessa ákvörðum tók ég fljótlega eftir síðasta aðalfund, þar sem fram kom mikið vantraust á mig frá fimm fyrrverandi formönnum félagsins. Ég vildi láta vita tímanlega af þessu og vona að auðveldara verði að fá fólk til að gefa kost á sér í stjórn.
Kær kveðja
Snæbjörn Kristjánsson, formaður
Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:
13. nóv. 2. dagur í fjögurra daga keppni
20. nóv. 3. dagur í fjögurra daga keppni
27. nóv. 4. dagur í fjögurra daga keppni
Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00
Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.
Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverdlaun ad verdmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætid og kr. 5.000 fyrir annad sætid.
Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.
Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1200,-.
Hagyrðingakvöld, 17. nóv. kl. 20:00
Hagyrðingakvöldið, sem er í samstarfi við Barðstrendingafélagið
Ólína Kristín Jónsdóttir verður stjórnandi.
Hagyrðingar eru:
Einar Óskarsson, Hlíf Kristjánsdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Jóhannes Gíslason, og Ólína Gunnlaugsdóttir.
Guðmundur Arnfinnsson mun senda vísur.
Fleiri bætast ef til vill í hópinn.
Miðaverð er kr. 1000.- (kaffi og meðlæti innifalið í verði).
Fyrripartar fyrir sal og keppendur verða birtir á heimasíðu félagsins www.bf.is
Dansleikur 19. nóv.
Dansleikur í Breiðfirðingabúð, hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi, frá kl. 21:00 til 01:00 húsid opnar kl. 20:30.
Aðgangseyrir er kr. 2000,-
Breiðfirðingafélagið Bridgedeild
Kæru spilafélagar.
Vetrarstarfið hófst 25. september og er spilað á sunnudögum kl. 19:00. Sjá dagskrá hér fyrir neðan. Spilakvöldið kostar kr. 1000 og er kaffi og te innifalið. Síðasti spiladagur fyrir jól verður 11. desember. Vonumst til að sjá sem flesta. Hvetjum félaga okkar til að taka með sér nýja spilamenn. Hjá okkur er upplagt að byrja að æfa sig í að spila Bridge. Allir velkomnir.
Kveðja
Stjórn Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins
Spilakvöldin fram að jólum:
13. nóv. Tvímenningur keppni 1 af 4
20. nóv. Tvímenningur keppni 2 af 4
27. nóv. Tvímenningur keppni 3 af 4
04. des. Tvímenningur keppni 4 af 4
11. des. Tvímenningur
Í 4 kvölda tvímenningi eru tekin 3 bestu skiptin og eru verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin.
Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð
Prjónakaffið hefur verið annan hvern mánudag, kl. 19:30 og eitt kvöld eftir fyrir jól og verður 21. nóv. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747, Jófríður í síma 862-6414 og Sigurlaug í síma 698-7332.
Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.
Aðventudagur: 4. des. Adventudagur fjölskyldunnar hefst kl. 14:30.
Helstu atriði dagskrár eftir áramót:
21. jan. Arshátíd á þorra. Takid kvöldid frá strax.
1. apríl. Páskabingó, kl 14:30
7. maí. Dagur aldradra, kl 14:30
6. júní. Gródursetningarferd í Heidmörk.
Breiðfirðingakórinn
Velkomin jól
Breiðfirðingakórinn telur nú um 50 manns, fólk sem ólst upp við Breiðafjörðinn, á ættir sínar að rekja þangað eða hefur tenginu á einn eða annan hátt.
Fjórir nýir bættust í hópinn í haust, fögnum við því og bjóðum þau innilega velkomin.
Það er ánægjulegt að sjá og heyra hvað söngurinn og samveran gefur, hef ég heyrt kórfélaga tala um að þeir hvílist eftir vinnudaginn við að koma á æfingar og syngja saman, svoleiðis á það líka að vera.
Við byrjuðum á því að fara yfir starfið framundan og tókum fyrstu æfingarnar í að kynna okkur og fara yfir það efni sem áætlað er að æfa í vetur og nú erum við komin á fulla ferð með undirbúning jólatónleika okkar, þegar haustlaufin eru enn þá að falla eins og nú og veturinn varla kominn, en stemmingin er hátíðleg og frábrugðin hefðbundnum æfingum.
Það er vandi þegar velja á úr öllu því sem til er, jólalögin eru svo falleg og gaman að syngja þau, erfitt að gera upp á milli, en eitt er víst að útkoman verður fjölbreitt og hátíðleg.
Við erum nú meðal annars að æfa jólalag sem heitir Velkomin jól, ljóðið er eftir Helgu Þorgilsdóttur við lag Þorgeirs Ástvaldssonar, ákaflega fallegt, einnig erum við að æfa Aðfangadagskvöld jóla og Kveikt er ljós við ljós eftir Stefán frá Hvítadal, Jólaklukkur klingja eftir Ómar Ragnarsson, svo fátt eitt sé nefnt.
Við byrjum á því að syngja á aðventudegi fjölskyldunnar í Breiðfirðingabúð 4 desember, einnig komum við til með að fara í heimsókn að Hrafnistu í Hafnarfirði að Sólvangi og ef til vill eitthvað fleira, það er gott að koma á þessa staði og vekja upp minningar jólanna hjá þeim sem muna tímana tvenna.
Svo eru það jólatónleikarnir þar sem verður eins og áður er sagt fjölbreytt lagaval og vona ég að þið sem lesið þessar línur takið þátt í hátíðinni með okkur í Fella- og Hólakirkju 18 desember kl. 20:00.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Jólakveðjur f.h. Breiðfirðingakórsins
Ólöf Sigurjónsdóttir, formaður