Stjórn Breiðfirðingafélagsins

Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 2. tbl. febrúar. 2016 22. árg. er komið út.

 

Fréttabréf   

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511

2. tbl. febr. 2016 22. árgangur

Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson

Kæru félagsmenn

Þá er febrúarmánuður genginn í garð, sólin farin að hækka á lofti og dagurinn að lengjast. Senn líður að aðalfundi félagsins, en hann verður haldinn í Breiðfirðingabúð, fimmtudaginn 18. febrúar, kl 20:30. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. Kjörnefnd hefur unnið hörðum höndum að finna fólk til að gefa kost á sér í stjórn, en hana skipa þau: Benedikt Egilsson, s: 824-8402, Bjarnheiður Magnúsdóttir, s: 862-0546 og Guðmundur Theodórs s: 894-0328.

Eins og ævinlega mun Félag Breiðfirskra kvenna sjá um kaffi og meðlæti. Starfsemi félagsins er nú í fullum gangi og gengur vel. Félagsvist er spiluð á sunnudögum og bridge á sunnudagskvöldum. Þátttaka í félagsvistinni hefur ekki verið eins góð í vetur og hún var í fyrra. Prjónakaffið er alltaf jafn vinsælt og er von á ýmsum kynningum fram á vor. Árshátíð á þorra var haldin í Breiðfirðingabúð laugardaginn 23. janúar. Tindatríóið sá um veislustjórn skemmti okkur með söng og gríni. Hljómsveitin Traustir vinir lék fyrir dansi. Ég vil fyrir hönd félagsins þakka öllum, sem stóðu að árshátíðinni, fyrir frábæra skemmtun. Margt er enn á dagskrá félagsins, Páskabingó og svo að sjálfsögðu dagur aldraðra, sjá nánar á næstu síðu. Sumarferð félagsins verður að þessu farin austur fyrir fjall, nánar tiltekið að Heimalandi, sem er rétt austan við Seljalandsfoss, helgina 24. til 26. júní.

 

Kær kveðja

Snæbjörn Kristjánsson, formaður

Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:

 

              7. febr.           1. dagur í fjögurra daga keppni

            14. febr.           2. dagur í fjögurra daga keppni

            21. febr.           3. dagur í fjögurra daga keppni

            28. febr                        4. dagur í fjögurra daga keppni

              6. mars           1. dagur í þriggja daga keppni

            13. mars           2. dagur í þriggja daga keppni

            20. mars           3. dagur í þriggja daga keppni

              3. apríl           1. dagur í fjögurra daga keppni

            10. apríl           2. dagur í fjögurra daga keppni

            17. apríl           3. dagur í fjögurra daga keppni

            24. apríl           4. dagur í fjögurra daga keppni

 

Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00

Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.

Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.

Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.

Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1200,-.

 

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð

Prjónakaffið verður annan hvern mánudag, kl. 19:30 dagana 8. febr., 22. febr. 7. mars, 21. mars, 4. apríl og 18. apríl. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747, Sæunn í síma 864-2201 og Jófríður í síma 862-6414. Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu. Breiðfirðingafélagið Bridgedeild 

Kæru spilafélagar. Nú er vetrarstarfið að hefjast og verður spilað á sunnudögum kl. 19:00. Fyrsta spilakvöldið verður sunnudagskvöldið 10. janúar og hefst kl. 19:00.  Þetta fyrsta kvöld verður tvímenningur. Sjá dagskrá hér fyrir neðan.   Spilakvöldið  kostar  kr. 1000 og er kaffi og te innifalið.  Síðasti spiladagur í vor verður 8. maí.  Vonumst til að sjá sem flesta. Hvetjum félaga okkar til að taka með sér nýja spilamenn.  Hjá okkur er upplagt að byrja að æfa sig að spila Bridge. Allir velkomnir.

Kveðja

Stjórn Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins

 

Spilakvöldin fram á vor:

 

  7. febrúar Tvímenningur keppni 3 af 4

14. febrúar Tvímenningur keppni 4 af 4

21. febrúar Tvímenningur

28. febrúar Hraðsveitakeppni 1 af 3

  6. mars     Hraðsveitakeppni 2 af 3

13. mars Hraðsveitakeppni 3 af 3

20. mars Páskamót/Barómeter

   3. apríl Tvímenningur

10. apríl Tvímenningur keppni 1 af 4

17. apríl Tvímenningur keppni 2 af 4

24. apríl Tvímenningur keppni 3 af 4

  1. maí   Tvímenningur keppni 4 af 4

  8. maí   Aðalfundur/tvímenningur

                                               

Í 4 kvölda tvímenningi eru tekin 3 bestu skiptin og eru verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin.  Einnig eru verðlaun veitt fyrir hraðsveitakeppnina og barómeter

 

 

Helstu atriði dagskrár eftir áramót:

18. febr.     Aðalfundur kl. 20:30

12. mars.   Páskabingó, kl 14:30

  8. maí.     Dagur aldraðra, kl 14:30

  1. júní.     Gróðursetningarferð í Heiðmörk.

24. til 26. júní.  Sumarferð félagsins, verður farin að Heimalandi, sem er rétt austan við Seljalandsfoss.

 Tillögur um lagabreytingar

Stjórn Breiðfirðingafélagsins leggur til við aðalfund félagsins haldinn 18. febrúar 2016 eftirfarandi breytingar á lögum félagsins:

16. gr.

Ef samþykkt verður að slíta félaginu skulu eignir þess renna til stofnana og/eða félaga við Breiðafjörð, er sinna málefnum aldraðra eða starfa að mennta- og menningarmálum.

Nánari ákvörðun skal tekin á slitafundi félagsins.

 

Þessi grein hljóði svo eftir breytingu:

16. gr.

Ef samþykkt verður að slíta félaginu skulu eignir þess renna til tækjakaupa Landspítalans.

Aðalfundarboð

Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn í

Breiðfirðingabúð fimmtudaginn 18. febrúar 2016

og hefst stundvíslega kl. 20:30

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Lagabreytingar

3. Önnur mál

Kaffiveitingar

 

Additional information