Stjórn Breiðfirðingafélagsins
Aðalfundarboð 2024
Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn í Breiðfirðingabúð mánudaginn 26. febrúar 2024 og hefst kl. 20:00.
Boðið verður uppá léttar kaffiveitingar.
Dagskrá:
- Inntaka nýrra félagsmanna.
- Skýrsla stjórnar um störf félagsins frá síðasta aðalfundi sem haldinn var 23. febrúar 2023.
- Lagðir fram til samþykktar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðasta almanaksár.
- Skýrslur deilda félagsins. Það eru: Bridgedeild, Minningarsjóður og Breiðfirðingakórinn.
- Tillögur að lagabreytingum. Stjórn leggur fram til samþykktar á fundinum tillögu um samruna Breiðfirðingafélagsins og Barðstrendingafélagsins undir nafni og kennitölu Breiðfirðingafélagsins. Sjá tillöguna hér. Fyrir liggur samrunaáætlun félaganna ásamt samþykktum sameinaðs félags og samrunaefnahagsreikningi.
- Verði tillaga samkvæmt 5. dagskrárlið samþykkt, leggur stjórn til að 7. og 8. dagskrárlið verði frestað þar til fyrir liggur hvort af samruna verður og haldinn verður almennur félagsfundur í sameinuðu félagi, eða eftir atvikum framhaldsaðalfundur, til afgreiðslu hinna frestuðu liða. Jafnframt leggur stjórn til að henni verði falið að sitja áfram þar til ný stjórn hefur verið kjörin.
- Aðalstjórn félagsins kosin, til eins árs, ásamt varamönnum.
- Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga, til eins árs, ásamt varamönnum.
- Önnur mál.
---------------------------------------------------