Stjórn Breiðfirðingafélagsins
Fréttabréf
BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS
Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511
4. tbl. júní. 2012 18. árgangur
Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson
Kæru félagsmenn
Nú er sumarið gengið í garð, og fyrstu dagar júní mánaðar hafa verið tiltölulega heitir, en þrátt fyrir það gránaði Esjan niður í miðjar hlíðar að morgni 6. júní.
Vetrarstarfi félagsins lauk með degi aldraðra sem haldinn var 6. maí og var fjölmenni eins og undanfarin ár. Kórinn söng nokkur lög af dagskrá sinni. Systkinin Dallilja og Gunnar Sæmundarbörn sungu og spiluðu nokkur lög. Félag breiðfirskra kvenna sá að vanda um kaffið, en meðlætið sáu þær um ásamt skemmtinefnd, nokkrum kórfélögum og stjórn félagsins.
Breiðfirðingakórinn hélt sína árlegu vortónleika laugardaginn 14. apríl í Langholtskirkju. Dagskráin var fjölbreytt þar sem blandað er saman hefðbundnum íslenskum kórlögum og erlendum lögum af ýmsu tagi. Síðan fór kórinn í söngferðalag til Þýskalands, sem tókst vel í alla staði. Fararstjóri í ferðinni var Íris Sveinsdóttir og var skipulagningin til fyrirmyndar.
Að venju var farið í Heiðmörkina 5. júní. Þar mættu tíu félagar. Gróðursettar voru 100 plöntur, borinn á áburður og grisjað. Sumarferð félagsins verður farin að Breiðabliki 22. til 24. júní og verður dagskráin með svipuðu sniði og undanfarin ár. Við vonumst til að sjá sem flesta í sumarferðinni.
Vetrardagskráin hefst síðan upp úr miðjum september.
Kær kveðja
Snæbjörn Kristjánsson, formaður
Sumarferð
Sumarferð félagsins verður að Breiðabliki 22. til 24. júní.
Dagskrá:
Á föstudagskvöldinu hittumst við í salnum og spjöllum saman og segjum brandara. Hafið með ykkur gítar eða harmonikku.
Á laugardag kl. 10:30 verður farið á eigin bílum (menn geta sameinast í bíla) í skoðunferð um nágrennið. Kveikt verður upp í grillinu kl 18:00 og síðan skemmtum við okkur fram eftir nóttu.
Matur:
Menn nesta sig sjálfir að öðru leyti en því að félagið mun sjá um sameiginlega grillmáltíð á laugardagskvöldinu og er hún innifalin í þátttökugjaldinu.
Þátttökugjald:
Þátttökugjaldtil að greiða leigu á sameiginlegri aðstöðu, tjaldstæði, svefnpokaplássi í Breiðabliki og matinn á laugardags-kvöldinu ofl. verður kr. 3500.- fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn yngri en 14 ára. Þeir sem ekki gista greiða kr. 2000.-
Ferðir:
Gert er ráð fyrir að fólk verði á eigin bílum.
Skráning:
Skráning í ferðina og pöntun á gistingu, er hægt að senda í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem fram kemur fjöldi fullorðinna og barna, gisting á tjaldstæði, í svefnpokaplássi eða hvort aðeins sé komið í mat.
Einnig er hægt skrá sig í ferðina og panta gistingu hjá Sæunni Thorarensen í síma 864-2201 og Herði Rúnari Einarssyni í síma 892-4511 og er um að gera að panta strax.
Það er mjög áríðandi að allir panti, þó að einungis sé mætt í matinn.
Stjórnin þarf að vita þátttöku fyrir þriðjudaginn 19. júní vegna matarinnkaupa ofl.
Fréttabréfið í tölvupósti
Stöðugt fjölgar þeim sem fá fréttabréfið sent í tölvupósti og er það töluverður sparnaður fyrir félagið, því póstburðargjöld, pappír og ljósritunarkostnaður fer stöðugt hækkandi.
Til að fá fréttabréfið sent í tölvupósti er þægilegast að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem nafn og heimilisfang kemur fram.
Skráning nýrra félaga
Ef þið þekkið einhvern sem vill ganga í Breiðfirðingafélagið, þá er hægt að skrá sig á netinu www.bf.is “Skráningar”
Minningarkort Breiðfirðingafélagsins
Minningarkort Breiðfirðingafélagsins eru til sölu hjá Grétari Sæmundssyni í síma 551-0986 og hjá húsvörðum Breiðfirðingabúðar í síma 892-4511.