Stjórn Breiðfirðingafélagsins
Stuttar fréttir af stjórnarfundi Breiðfirðingafélagsins 7. apríl 2016
Verkaskipting nýrrar stjórnar:
Snæbjörn Kristjánsson formaður, Hörður Rúnar Einarsson gjaldkeri, Ingibjörg Guðmundsdóttir ritari, Finnbjörn Gíslason og Sigrún Eyjólfsdóttir meðstjórnenddur. Jófríður Benediktsdóttir og Sigurður Sigurðarson eru varamenn í stjórn.
Ákveðið var að spilin (félagsvist og bridge) byrji 25. sept. næsta haust – margir hafa spurt að þessu. Prjónakaffið verður einnig áfram næsta vetur og hefst 26. sept.
Síðasta prjónakaffi þessa vetrar verður 18. apríl og verður þá gestur frá Storkinum með kynningu.
Á degi aldraðra 8. maí mun Breiðfirðingakórinn syngja og Svavar Gestsson ritstjóri tímaritsins Breiðfirðings kynna nýtt hefti tímaritsins. Einnig verða eldri hefti til sölu á góðu verði.
Gera á átak í öflun nýrra félaga fyrir haustið og næsta starfsár. Allar hugmyndir í því efni eru vel þegnar. Hafið samband við Ingibjörgu Guðmundsdóttur í síma 892 8077.