Stjórn Breiðfirðingafélagsins
Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 3. tbl. apríl 2016 22. árg. er komið út.
Fréttabréf
BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS
Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511
3. tbl. apríl 2016 22. árgangur
Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson
Kæru félagsmenn
Nú er greinilegt að vorið er á næsta leiti, sæmilega hlýtt meðan sólar nýtur. Aðalfundur félagsins er nýafstaðinn og vil ég þakka það mikla traust sem mér er sýnt með því að kjósa mig aftur sem formann, þrátt fyrir mikla gagnrýni m.a. frá nokkrum fyrrverandi formönnum félagsins. Stjórn félagsins er nú skipuð eftirtöldum félagsmönnum: Hörður Rúnar Einarsson, gjaldkeri, Ingibjörg Guðmundsdóttir, ritari, Finnbjörn Gíslason og Sigrún Eyjólfsdóttir, meðstjórnendur. Í varastjórn eru, Sigurður Sigurðarson og Jófríður Benediktsdóttir. Prjónakaffið gengur mjög vel. Ýmsar kynningar og sýningar hafa verið á prjónakvöldunum. Félagsvistinni er ekki lokið en aðsóknin hefur verið lakari eftir áramót en oft áður. Spilað var alla sunnudaga frá áramótum og verður til 24. apríl. Mikil ánægja hefur verið með kaffið og meðlætið á spiladögunum, en það er að mestu heimatilbúið. Ég vil þakka fyrir þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í þetta. Bridgedeildin hefur gengið vel og hefur verið spilað öll sunnudagskvöld. Mæting á páskabingóið var góð og fóru margir heim með páskaegg. Það sem eftir er af dagskrá félagsins er dagur aldraðra þann 8. maí og verður hann með hefðbundnu sniði, síðan er gróðursetningarferðin í Heiðmörkina þann 1. júní. Sumarferðin verður síðan helgina 24.-26. júní að Heimalandi, sem er rétt austan við Seljalandsfoss og verður ferðin auglýst í næsta fréttabréfi.
Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund var ákveðið að hefja vinnu við öflun nýrra félaga, eins og samþykkt var á aðalfundinum.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, ritari hefur tekið að sér að gera átak í öflun nýrra félaga fyrir haustið og næsta starfsár. Allar hugmyndir í því efni eru vel þegnar. Hafið samband við Ingibjörgu í síma 892 8077.
Umsókn um inngöngu í félagið er á heimasíðu félagsins www.bf.is og opna „Hafa samband“ og velja „Inngöngubeiðni“ á sama stað er hægt að óska eftir að fá fréttabréfi rafrænt.
Ég óska ykkur gleðilegs sumars og þakka kærlega fyrir veturinn.
Kær kveðja
Snæbjörn Kristjánsson, formaður
Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:
24. apríl 4. dagur í fjögurra daga keppni
Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00
Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.
Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.
Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.
Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1200,-.
Félagsvistin hefst síðan aftur sunnudaginn 25. september kl 14:00.
Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð
Prjónakaffið hefur verið annan hvern mánudag, kl. 19:30 og var síðasta skiptið þann 18. apríl.
Prjónakaffið hefst síðan aftur mánudaginn 26. september kl 19:30.
Breiðfirðingafélagið Bridgedeild
Kæru spilafélagar. Nú er langt liðið á vetrarstarfið og hefur verið spilað á sunnudögum kl. 19:00. Það eru fjórir spiladagar eftir, sjá dagskrá hér fyrir neðan. Spilakvöldið kostar kr. 1000 og er kaffi og te innifalið. Síðasti spiladagur í vor verður 8. maí. Vonumst til að sjá sem flesta. Hvetjum félaga okkar til að taka með sér nýja spilamenn. Hjá okkur er upplagt að byrja að æfa sig að spila Bridge. Allir velkomnir.
Kveðja
Stjórn Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins
Spilakvöldin fram á vor:
24. apríl Tvímenningur keppni 3 af 4
1. maí Tvímenningur keppni 4 af 4
8. maí Aðalfundur/tvímenningur
Bridge hefst síðan aftur sunnudaginn 25. september kl 19:00.
Í 4 kvölda tvímenningi eru tekin 3 bestu skiptin og eru verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin. Einnig eru verðlaun veitt fyrir hraðsveitakeppnina og barómeter.
Dagur aldraðra, 8. maí, kl 14:30
Breiðfirðingakórinn syngur nokkur lög, kaffi og tertur.
Útgáfa Breiðfirðings kynnt.
Allir velkomnir
Helstu atriði dagskrár:
8. maí. Dagur aldraðra, kl 14:30
1. júní. Gróðursetningarferð í Heiðmörk, kl 19:00.
24. til 26. júní. Sumarferð félagsins, verður farin að Heimalandi, sem er rétt austan við Seljalandsfoss.
Tifar tímans hjól.
Kórinn leggur nú lokahönd á undirbúning vortónleikanna sem verða í Guðríðarkirkju í Grafarholti fimmtudaginn 28. apríl kl 20. Eins og fyrr er það Julian M. Hewlett sem stjórnar okkur en píanólekari verður Renata Iván. Dagskráin verður fjölbreitt og skemmtileg blanda af hefðbundnum kóralögum auk bæði meira krefjandi laga og síðan yngri dægurlög.
Starfið hefur gengið vel í vetur og til marks um það voru jólatónleikar okkar mjög vel sóttir. Framundan auk tónleikanna er söngur á Degi aldraðra í Breiðfirðingabúð, síðan munum við leggja land undir fót og heimsækja Stykkishólm auk fleiri staða á Snæfellsnesi. Í þeirri ferð er áætlað að syngja á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, í kirkjunni í Stykkishólmi og síðan hugsanlega við 1. maí hátíðarhöld í Ólafsvík.
Þetta mun vera 19. starfsár kórsins eftir að hann var endurvakinn og af því tilefni ætlum við að gera næsta ár eftirminnilegt. Þegar er hafinn undirbúningur að því sem verður boðið uppá það ár bæði fyrir gesti okkar og síðan það sem félagarnir ætla að gera sér til gamans.
En næsta verkefni eru tónleikarnir í lok apríl og vonum við að fólk fjölmenni til að hlýða á okkur. Við hlökkum til að sjá ykkur.
Breiðfirðingakórinn.